Snilldarmatur á demnatsveginum
Hæ,
Búinn í sturtu...ótrúlega gott...var aðeins lengur af því að ég fór að hugsa um Debbie does Dallas myndina.
Var í mat á demantsveginum. Bauð mér í mat, eins og næstum alltaf. Húsfreyjan sá sig nauðbeygða að fara í Brugsen og kaupa á grillið, enda Keflavíkurprinsinn að koma ásamt föruneyti. Sem þó neytti ekki mikils. Ein pylsa dugði í littla manninn á meðan restin snæddi snigla í rotverum, aspas og nautasteik par excellance. Shit þetta var gott maður. Rauðvín flæðir nú um æðar mér og vonandi mun kaffisopinn sem er að kólna við blogggerðina lina þjáningarnar.
Góður dagur maður. Fór með Matthías Pál, já hann heitir það, í Naturama. Þar er fjöldi dýra sem hafa gefið upp alla súrefnisnotkun. Skemmtilegt safn. Pilturinn "vann" sér inn gullverðlaun í ólympíuleikum þar á bæ. Hjálpaði smá að gráta í pabba til að fá góðmálminn á brjóstkassann. En piltur er glaður og þá er pabbi glaður.
Ég bið að heilsa í bili og skila kveðju á Íslandið. Munið að þegar þið berjist við timburmenn á morgun þá er ég búinn að skila 8 tíma vinnudegi...andsk...
kveðja,
Arnar Thor
Búinn í sturtu...ótrúlega gott...var aðeins lengur af því að ég fór að hugsa um Debbie does Dallas myndina.
Var í mat á demantsveginum. Bauð mér í mat, eins og næstum alltaf. Húsfreyjan sá sig nauðbeygða að fara í Brugsen og kaupa á grillið, enda Keflavíkurprinsinn að koma ásamt föruneyti. Sem þó neytti ekki mikils. Ein pylsa dugði í littla manninn á meðan restin snæddi snigla í rotverum, aspas og nautasteik par excellance. Shit þetta var gott maður. Rauðvín flæðir nú um æðar mér og vonandi mun kaffisopinn sem er að kólna við blogggerðina lina þjáningarnar.
Góður dagur maður. Fór með Matthías Pál, já hann heitir það, í Naturama. Þar er fjöldi dýra sem hafa gefið upp alla súrefnisnotkun. Skemmtilegt safn. Pilturinn "vann" sér inn gullverðlaun í ólympíuleikum þar á bæ. Hjálpaði smá að gráta í pabba til að fá góðmálminn á brjóstkassann. En piltur er glaður og þá er pabbi glaður.
Ég bið að heilsa í bili og skila kveðju á Íslandið. Munið að þegar þið berjist við timburmenn á morgun þá er ég búinn að skila 8 tíma vinnudegi...andsk...
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
Takk fyrir komuna áðan.
Hlakka til að athuga lífhimnuna á gólfunum hjá þér.
Kveðja úr sultunni,
sultarfrúin ;)
Ég les nú alltaf bloggið þitt en er frekar löt við að kvitta.
Við höfðum það fínt um v.helgina (að vísu var Raggi að vinna) fórum upp í bústað á fimm og vorum að koma heim núna á þri. Löng, góð og fjölmenn helgi í og við sumó. Bestu kveðjur til ykkar.
Munda og co